Landsliðsmennirnir stóðu fyrir sínu

Stiven Tobar Valencia skoraði fimm mörk fyrir Benfica.
Stiven Tobar Valencia skoraði fimm mörk fyrir Benfica. mbl.is/Eyþór

Landsliðsmennirnir Stiven Tobar Valencia og Þorsteinn Léo Gunnarsson áttu fína leiki fyrir lið sín Benfica og Porto í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. 

Stiven skoraði fimm mörk fyrir Benfica í sigri á danska liðinu GOG, 33:31, í Lissabon. Seinni leikur liðanna fer fram eftir nákvæmlega viku. 

Þorsteinn Leó skoraði þá þrjú mörk fyrir Porto gegn franska liðinu Toulouse, 35:28, í Porto. Seinni leikur liðanna fer einnig fram eftir nákvæmlega viku. 

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú.
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert