Ein sú besta ólétt

Silje Solberg-Østhassel vann ófá stórmótin með Þóri sem landsliðsþjálfara.
Silje Solberg-Østhassel vann ófá stórmótin með Þóri sem landsliðsþjálfara. AFP/Jonathan Nackstrand

Handknattleiksmarkvörðurinn Silje Solberg-Østhassel leikur ekki íþróttina næstu mánuði þar sem hún á von á sínu öðru barni.

Greindi hún frá á Instagram með mynd af dóttur sinni, þar sem stóð að hún væri að verða eldri systir. Þriggja manna fjölskyldan verður fjögurra manna í október.

Solberg-Østhassel vann fjölmörg stórmót með Noregi, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, en Þórir hætti með norska liðið eftir EM í lok síðasta árs.

Markvörðurinn lék síðast með Kristiansand, áður en félagið varð gjaldþrota í byrjun árs en hún er 34 ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert