Handknattleiksþjálfarinn Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna framkomu sinnar er liðið mætti Selfossi í úrvalsdeildinni 22. mars síðastliðinn.
Greint er frá á heimasíðu HSÍ að bannið fái hann fyrir mjög ódrengilega hegðun í leiknum. Sigurður verður því ekki á hliðarlínunni er ÍBV mætir Fram á útivelli annað kvöld.
Geir Guðmundsson, leikmaður Hauka, og Jakob Ingi Stefánsson hjá Gróttu voru einnig úrskurðaðir í bann vegna ódrengilegar hegðunar í leik liðanna 19. mars.