Janus Daði Smárason og samherjar í ungverska liðinu Pick Szeged máttu sætta sig við naumt tap á heimavelli fyrir París SG í fyrri leik liðanna í umspili Meistaradeildar karla í handknattleik í kvöld, 31:30.
Janus skoraði þrjú mörk fyrir Szeged í kvöld en liðin mætast aftur í París í næstu viku.
Lazar Kukic var markahæstur hjá Szeged með sex mörk en Kamil Syprzak skoraði átta mörk fyrir PSG og Khaled Omar sjö.