Íslensku þjálfararnir fögnuðu sigrum

Guðjón Valur Sigurðsson er á góðum stað með lið Gummersbach.
Guðjón Valur Sigurðsson er á góðum stað með lið Gummersbach. Ljósmynd/Gummersbach

Guðjón Valur Sigurðsson og Heiðmar Felixson fögnuðu góðum sigrum sinna liða í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.'

Heiðmar er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem náði tveggja stiga forystu í deildinni með yfirburðasigri gegn Bietigheim, 32:18. Hannover-Burgdorf er með 39 stig á toppnum, Füchse Berlín er með 37 og Melsungen 36 stig í næstu sætum.

Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann Wetzlar örugglega, 33:24, og er í sjöunda sæti deildarinnar með 28 stig. Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson léku ekki með Gummersbach vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka