Skrifaði undir nýjan samning á Akureyri

Matea Lonac.
Matea Lonac. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Handboltamarkvörðurinn Matea Lonac hefur framlengt samning við við KA/Þór.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni en Lonac, sem er 33 ára gömul, skrifaði undir tveggja ára samning sem gildir út keppnistímabilið 2026-27.

Hún gekk til liðs við Akureyrarfélagið árið 2019 og varð þrefaldur meistari með liðinu, tímabilið 2020-21.

Alls á hún að baki 140 leiki fyrir félagið í öllum keppnum KA/Þór fagnaði sigri í 1. deildinni á dögunum og leikur því í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka