Pólska liðið Wisla Plock hafði betur gegn Nantes frá Frakklandi, 28:25, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimm skot í marki Wisla Plock og var með 20 prósenta markvörslu. Hann kom til Wisla Plock frá Nantes fyrir tímabilið og fagnaði því sigri gegn sínum gömlu félögum.
Liðin mætast í Nantes á miðvikudag í næstu viku.