Bikarmeistari í Ísrael

Sveinbjörn fagnar vel í leikslok.
Sveinbjörn fagnar vel í leikslok. Ljósmynd/Hapoel Ashdod

Handknattleiksmarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson varð í dag bikarmeistari í Ísrael með liði sínu Hapoel Ashdod eftir sigur á Holon, 37:32, í úrslitum.

Sveinbjörn gekk í raðir Hapoel Ashdod fyrir tímabilið eftir veru hjá Aue í Þýskalandi og var titillinn sá fyrsti hjá Akureyringnum í nýju landi.

Markvörðurinn átti flottan leik og varði tólf skot í markinu. Bikartitillinn er sá fjórði á síðustu fimm árum hjá Hapoel Ashdod.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert