Einum sigri frá undanúrslitum

Aldís Ásta Heimisdóttir er einum sigri frá undanúrslitum.
Aldís Ásta Heimisdóttir er einum sigri frá undanúrslitum. Ljósmynd/Viktor Ljungström

Skara valtaði yfir Kristianstad á útivelli, 37:24, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum um sænska meistaratitilinn í handbolta í kvöld.

Dugir Skara einn sigur í viðbót til að fara í undanúrslit, því staðan í einvíginu er 2:0. Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði tvö mörk fyrir Skara.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad og Berta Rut Harðardóttir skoraði tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka