Hættir eftir langan feril í vor

Hildigunnur Einarsdóttir skorar í leik gegn Stjörnunni.
Hildigunnur Einarsdóttir skorar í leik gegn Stjörnunni. mbl.is/Óttar

Hildigunnur Einarsdóttir, handknattleikskonan reynda úr Val, leggur skóna á hilluna eftir þetta keppnistímabil.

Þetta kom fram á fréttamannafundi hjá Val á Hlíðarenda í dag þar sem fjallað er um undanúrslitaleik Vals gegn Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum Evrópubikarsins sem fram fer á Hlíðarenda á sunnudaginn.

Hildigunnur er 37 ára gömul og á langan feril að baki. Hún hefur ávallt leikið með Val á Íslandi, fyrst til ársins 2012 og síðan frá 2021.

Í millitíðinni lék hún níu ár  erlendis með Tertnes í Noregi, Heid í Svíþjóð, Koblenz og Leipzig í Þýskalandi, Hypo Niederösterreich í Austurríki og síðan aftur í Þýskalandi með Dortmund og Leverkusen.

Hún lék 106 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 124 mörk. Hildigunnur var í íslenska landsliðinu sem lék á heimsmeistaramótinu í Noregi og Danmörku árið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka