Íslendingaliðið Alpla Hard tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitil karla í austurríska handboltanum er liðið sigraði West Wien á heimavelli, 34:28.
Tumi Steinn Rúnarsson átti stórkostlegan leik fyrir Alpla Hard. Hann var ekki bara markahæstur með átta mörk heldur gaf langflestar stoðsendingar sömuleiðis, eða einnig átta talsins.
Hannes Jón Jónsson þjálfar Apla Hard sem er með 33 stig eftir 20 leiki og er deildartitillinn tryggður, þrátt fyrir að liðið eigi enn tvo leiki eftir og flest lið þrjá.