Með enn einn stórleikinn

Andri Már Rúnarsson hefur leikið vel á árinu 2025.
Andri Már Rúnarsson hefur leikið vel á árinu 2025. mbl.is/Hákon

Andri Már Rúnarsson, landsliðsmaður í handbolta, átti enn einn stórleikinn fyrir Leipzig í kvöld en hann hefur farið á kostum með liðinu eftir áramót.

Þrátt fyrir að Andri hafi skorað átta mörk mátti lið hans Leipzig þola tap fyrir Göppingen, 29:27, í efstu deild Þýskalands í kvöld. Rúnar Sigtryggsson faðir Andra þjálfari Leipzig.

Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Göppingen.

Leipzig er í 13. sæti af 18 liðum með 17 stig eftir 24 leiki. Göppingen er í sætinu fyrir neðan með 15 stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert