Norski Íslendingurinn skiptir um félag

Viktor Petersen Norberg.
Viktor Petersen Norberg. Ljósmynd/HSG Wetzlar

Handboltamaðurinn Viktor Petersen Norberg mun ganga til liðs við Elbflorenz í þýsku B-deildinni í sumar.

Þetta tilkynnti þýska félagið á heimasíðu sinni en Viktor, sem er 24 ára gamall, á íslenska móður og norskan föður.

Hann kemur til félagsins frá Wetzlar og skrifaði undir tveggja ára samning við Elbflorenz sem er sem stendur í fimmta sæti B-deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum minna en Minden sem er í öðru sæti deildarinnar.

Vinstri skyttan gekk til liðs við Wetzlar frá Drammen í heimalandinu í desember á síðasta ári en Wetzlar er sem stendur í 12. sæti þýsku 1. deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert