Kristianstad mátti þola tap gegn Hammarby, 31:26, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum um sænska meistaratitilinn í handbolta í kvöld.
Einari Braga Aðalsteinssyni verður ekki kennt um tapið hjá Kristianstad því hann skoraði átta mörk fyrir liðið.
Staðan í einvíginu er 2:0 en þrjá sigra þarf til að fara í undanúrslit.