Bjarki lék afar vel

Bjarki Már Elísson lék vel.
Bjarki Már Elísson lék vel. mbl.is/Eyþór

Vezsprém vann öruggan útisigur á Pler, 41:20, í efstu deild Ungverjalands í handbolta í kvöld.

Bjarki Már Elísson átti mjög flottan leik fyrir Veszprém og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Aron Pálmarsson var ekki með liðinu vegna meiðsla.

Veszprém er í toppsæti deildarinnar með 40 stig, sex stigum á undan Pick Szeged. Janus Daði Smárason leikur með Pick Szeged.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka