Elvar magnaður í sterkum sigri

Elvar Örn Jónsson var maður leiksins í dag.
Elvar Örn Jónsson var maður leiksins í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Elvar Örn Jónsson var maður leiksins þegar Melsungen vann fimm marka sigur á Kiel í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag, 27:22.

Elvar var markahæstur allra á vellinum en hann gerði sex mörk. Arnar Freyr Arnarsson spilaði ekki með Melsungen í dag vegna meiðsla.

Sigurinn var gríðarlega mikilvægur en Melsungen komst aftur í 2. sætið með sigrinum og er nú stigi á eftir Hannover-Burgdorf sem er á toppi deildarinnar. Kiel er hinsvegar í fjórða sæti, fimm stigum á eftir toppliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka