Íslendingurinn skoraði mest

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur.
Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur. mbl.is/Eyþór

Kadetten vann í kvöld sjö marka sigur á Suhr Aarau í efstu deild svissneska handboltans. Urðu lokatölur 33:26.

Eins og oft áður raðaði Óðinn Þór Ríkharðsson inn mörkum fyrir Kadetten. Var hann markahæstur með níu mörk, þar af eitt úr víti.

Kadetten er með mikla yfirburði í deildinni, því liðið er með 47 stig, 12 stigum meira en Kriens í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka