Þórsarar upp í efstu deild

Þórsarar fagna sigri í deildinni og sætinu í efstu deild …
Þórsarar fagna sigri í deildinni og sætinu í efstu deild í leikslok. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór tryggði sér í dag sæti í úr­vals­deild karla í hand­bolta í fyrsta skipti frá ár­inu 2021 með sann­fær­andi heima­sigri á varaliði HK, 37:29, í lokaum­ferð 1. deild­ar­inn­ar.

Með sigr­in­um fór Þór upp í 28 stig og upp fyr­ir Sel­foss, sem var í topp­sæt­inu fyr­ir dag­inn með 27 stig. Sel­foss fer því í um­spil en Sel­foss féll úr efstu deild á síðasta tíma­bili.

Í undanúr­slit­um um­spils­ins mæt­ast Grótta og Hörður ann­ars veg­ar og Sel­foss og Vík­ing­ur hins veg­ar. Sig­urliðin leika svo til úr­slita um eitt sæti í úr­vals­deild­inni.

Fyrr­ver­andi at­vinnu- og landsliðsmaður­inn Odd­ur Grét­ars­son lék vel fyr­ir Þór og skoraði tíu mörk. Hafþór Már Vign­is­son gerði átta. Ingi­bert Snær Erl­ings­son skoraði átta fyr­ir HK-inga.

Mörk Þórs: Odd­ur Gret­ars­son 10, Hafþór Már Vign­is­son 8, Þórður Tandri Ágústs­son 7, Hall­dór Krist­inn Harðar­son 4, Arn­ór Þorri Þor­steins­son 4, Bjart­ur Már Guðmunds­son 2, Garðar Már Jóns­son 1, Sig­urður Ringsted Sig­urðsson 1.

Var­in skot: Kristján Páll Steins­son 15.

Mörk HK: Ingi­bert Snær Erl­ings­son 8, Örn Al­ex­and­ers­son 6, Kristó­fer Stef­áns­son 4, Elm­ar Franz Ólafs­son 4, Mika­el Máni Jóns­son 3, Styrm­ir Hugi Sig­urðar­son 2, Pálm­ar Henry Brynj­ars­son 1, Fel­ix Már Kjart­ans­son 1.

Var­in skot: Pat­rek­ur Guðni Þor­bergs­son 16.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka