Aldís Ásta Heimisdóttir og liðskonur hennar í Skara höfðu betur gegn Kristianstad eftir vítakeppni í átta liða úrslitum Svíþjóðarmótsins í handbolta í Skara í dag.
Leikurinn var tvíframlengdur og eftir seinni framlenginguna var staðan 36:36. Þá þurfti vítakeppni til að útkljá málin. Þar voru heimakonur sterkari, unnu 5:4, og eru komnar áfram, 3:0.
Aldís Ásta skoraði sex mörk fyrir Skara en Jóhanna Margrét Sigurðardóttir fimm og Berta Rut Harðardóttir eitt fyrir Kristianstad.