Ellefu íslensk mörk í stórsigri

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sex mörk.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sex mörk. mbl.is/Arnþór Birkisson

Noregsmeistarar Kolstad fóru illa með Haslum, 35:18, í norsku úrvalsdeild karla í handknattleik í Þrándheimi í dag. 

Kolstad er í toppsæti deildarinnar með 46 stig, einu stigi á undan Elverum sem á þó leik til góða. 

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sex mörk fyrir Kolstad og bróðir hans Arnór Snær eitt. Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu þá tvö hvor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka