Noregsmeistarar Kolstad fóru illa með Haslum, 35:18, í norsku úrvalsdeild karla í handknattleik í Þrándheimi í dag.
Kolstad er í toppsæti deildarinnar með 46 stig, einu stigi á undan Elverum sem á þó leik til góða.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sex mörk fyrir Kolstad og bróðir hans Arnór Snær eitt. Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu þá tvö hvor.