Þýska liðið Blomberg-Lippe er komip í undanúrslit Evrópudeildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Bera Bera frá Spáni í vítakeppni í Blomberg í dag.
Blomberg-Lippe vann fyrri leikinn, 28:25, en Bera Bera var yfir með þremur mörkum að venjulegum leiktíma loknum, 22:19, og því þurfti vítakeppni til að útkljá málin.
Þar var Blomberg-Lippe sterkari og vann 5:4.
Andrea Jacobsen átti fínan leik í liði Blomberg-Lippe en hún skoraði fjögur mörk. Díana Dögg Magnúsdóttir var ekki með liðinu vegna meiðsla.