Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson fór á kostum í öruggum sigri Skanderborg gegn Nordsjælland, 37:29, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Kristján gerði sér lítið fyrir og var markahæstur en hann skoraði átta mörk úr tíu skotum.
Skanderborg er í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig eftir 23 leiki.