Austurríkismaðurinn Erwin Lanc er látinn, 94 ára að aldri, en hann var um árabil í fremstu röð forsvarsmanna evrópsks og alþjóðlegs handbolta.
Lance var forseti austurríska handknattleikssambandsins frá 1977 til 1993 og Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, frá 1984 til 2000.
Hann var einn helsti hvatamaðurinn að stofnun Handknattleikssambands Evrópu, EHF, og gerði Vinarborg að höfuðstöðvum íþróttarinnar í Evrópu.
Þar fyrir utan gegndi Lanc mikilvægum embættum í ríkisstjórn Austurríkis en á árunum 1973 til 1984 var hann fyrst samgönguráðherra Austurríkis, síðan innanríkisráðherra og loks utanríkisráðherra. Þá var hann forseti alþjóðlegu friðarhreyfingarinnar IIP, International Institute for Peace, frá 1989 til 2008.