Þjálfaranum sagt upp á Akureyri

Halldór Stefán Haraldsson er farinn frá KA.
Halldór Stefán Haraldsson er farinn frá KA. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Handknattleiksdeild KA hefur sagt upp samningi sínum við Halldór Stefán Haraldsson, þjálfara karlaliðs félagsins.

KA endaði í níunda sæti úrvalsdeildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina sem hefst síðar í vikunni og tímabilinu er því lokið hjá Akureyrarfélaginu.

Halldór tók við liði KA sumarið 2023 og stýrði því í tvö keppnistímabil en hafði þar á undan stýrt kvennaliði Volda í Noregi í sjö ár og farið með það upp um tvær deildir. Áður þjálfaði Halldór kvennalið Fylkis í fimm ár og hann á nú fjórtán ára feril að baki sem þjálfari í meistaraflokki, aðeins 34 ára að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert