Þýska liðið Melsungen er komið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir sigur á Gummersbach, sem er einnig frá Þýskalandi, á heimavelli í kvöld, 29:25.
Gummersbach vann fyrri leikinn á heimavelli, 29:26, en það dugði ekki til því Melsungen fer áfram með 55:54 samanlögðum sigri.
Elvar Örn Jónsson var í leikmannahópi Melsungen en spilaði lítið, þar sem hann er að jafna sig á meiðslum. Arnar Freyr Arnarsson var ekki í leikmannahópi liðsins vegna meiðsla.
Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach. Teitur Örn Einarsson kom lítið við sögu hjá liðinu þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Elliði Snær Viðarsson var utan hóps vegna meiðsla.
Porto frá Portúgal er komið áfram þrátt fyrir tap á útivelli gegn Toulouse frá Frakklandi, 30:28. Porto vann fyrri leikinn 35:28 og einvígið 63:58. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði tv0 mörk fyrir Porto.