Lið Orra sektað út af stuðningsmönnum

Orri Freyr Þorkelsson.
Orri Freyr Þorkelsson. mbl.is/Eyþór

Sport­ing Lissa­bon frá Portúgal hef­ur verið sektað um 15 þúsund evr­ur eða yfir tvær millj­ón­ir króna af Hand­knatt­leiks­sam­bandi Evr­ópu. 

Er það vegna hegðunar stuðnings­manna liðsins á tveim­ur leikj­um þess í Meist­ara­deild Evr­ópu á tíma­bil­inu. Þá kem­ur fram í úr­sk­urði sam­bands­ins að Sport­ing hafi ekki náð að temja stuðnings­menn sína. 

Landsliðsmaður­inn Orri Freyr Þorkels­son leik­ur með liðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert