Sporting Lissabon frá Portúgal hefur verið sektað um 15 þúsund evrur eða yfir tvær milljónir króna af Handknattleikssambandi Evrópu.
Er það vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á tveimur leikjum þess í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu. Þá kemur fram í úrskurði sambandsins að Sporting hafi ekki náð að temja stuðningsmenn sína.
Landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson leikur með liðinu.