Danska handknattleiksfélagið Kolding hefur ákveðið að reka Sebastian Seifert þjálfara karlaliðsins.
Þetta er í annað sinn sem Kolding rekur þjálfara á tímabilinu en liðið sagði upp Kristian Kristensen í október í fyrra.
Kolding hefur átt afleitt tímabil og er í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir.