GOG frá Danmörku sló í kvöld portúgalska liðið Benfica úr leik í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta með dramatískum hætti.
Benfica vann fyrri leikinn á sínum heimavelli með tveimur mörkum, 33:31. Var staðan í kvöld 31:30 fyrir GOG þegar þrjár og hálf mínúta var eftir og Benfica með eins marks forskot í einvíginu.
GOG skoraði hins vegar næstu þrjú mörkin á lokakaflanum og tryggði sig áfram. Stiven Tobar Valencia skoraði eitt mark fyrir Benfica.