Ómar markahæstur og Magdeburg í átta liða

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru komnir í …
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru komnir í átta liða úrslit. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Magdeburg tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri á Dinamo Búkarest í Íslendingaslag í kvöld.

Magdeburg vann 35:29 í kvöld og einvígið samanlagt 65:55 eftir fjögurra marka útisigur í fyrri leiknum.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá Magdeburg með átta mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú. Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk fyrir Dinamo Búkarest.

Magdeburg mætir Veszprém í öðrum Íslendingaslag í átta liða úrslitum. Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson leika með Veszprém.

Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar hans hjá Wisla Plock frá Póllandi eru úr leik eftir tap fyrir hans gamla liði Nantes frá Frakklandi á útivelli, 29:24. Nantes vann einvígið samanlagt 54:52.

 Íslenski landsliðsmarkvörðurinn hefur oft spilað betur en hann varði fjögur skot í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert