Pick Szeged frá Ungverjalandi er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir stórkostlegan útisigur á París SG frá Frakklandi, 35:25, í kvöld.
PSG vann fyrri leikinn á útivelli, 31:30, en Pick Szeged var mikið sterkari aðilinn í dag og vann óvænt stórsigur.
Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Pick Szeged, sem mætir Barcelona í átta liða úrslitum.