Keflavík einum sigri frá undanúrslitum

Sara Rún Hinriksdóttir úr Keflavík umkringd leikmönnum Tindastóls í kvöld.
Sara Rún Hinriksdóttir úr Keflavík umkringd leikmönnum Tindastóls í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Kefla­vík er komið í ansi góð mál í 8-liða úr­slit­um Íslands­móts kvenna í körfu­bolta eft­ir góðan sig­ur á Tinda­stóli á Sauðár­króki í dag. Leikn­um lauk með 12 stiga sigri Kefla­vík­ur, 90:78, og leiðir liðið ein­vígið 2:0. Þriðji leik­ur liðanna fer fram í Kefla­vík á þriðju­dag­inn og þar munu heima­kon­ur geta tryggt sér sæti í undanúr­slit­un­um.

Fyrstu þrjú stig leiks­ins voru heima­kvenna en næstu 11 voru hins veg­ar gest­anna. Þá tók Isra­el Mart­in, þjálf­ari Tinda­stóls, leik­hlé og við það vöknuðu hans kon­ur aðeins til lífs­ins. Eft­ir nokkuð jafn­an kafla voru það hins veg­ar gest­irn­ir sem tóku öll völd á vell­in­um og þegar liðin gengu til bún­ings­her­bergja í hálfleik var mun­ur­inn kom­inn í 22 stig, 30:52.

Kefla­vík hélt svo upp­tekn­um hætti og eft­ir tvær og hálfa mín­útu í seinni hálfleik var mun­ur­inn kom­inn í 31 stig. Á þeim tíma­punkti ein­kenndi mikið and­leysi Tinda­stólsliðið sem virt­ist ekki hafa neina trú á verk­efn­inu, en þegar leið á þriðja leik­hlut­ann fóru hlut­irn­ir þó held­ur bet­ur skán­andi og skoruðu heima­kon­ur 23 stig gegn 5 stig­um Kefl­vík­inga áður en yfir lauk. Mun­ur­inn var því kom­inn niður í 14 stig fyr­ir fjórða leik­hluta, 58:72.

Í fjórða leik­hluta hélst mun­ur­inn í 10 til 15 stig­um all­an leik­hlut­ann og gerðu Kefl­vík­ing­ar nóg til að heima­kon­ur fengu aldrei al­menni­legt blóð á tenn­urn­ar. Að lok­um fór það svo að Kefl­vík­ing­ar unnu 12 stiga sig­ur, 90:78, og eru því í kjör­stöðu í ein­víg­inu fyr­ir þriðja leik liðanna. 

Hjá Tinda­stóli var Randi Brown allt í öllu sókn­ar­lega en hún skoraði 23 stig, tók 10 frá­köst og gaf 6 stoðsend­ing­ar. Brynja Líf Júlí­us­dótt­ir kom næst með 15 stig og 4 frá­köst.

Hjá Kefla­vík var Jasmine Dickey stiga­hæst með 30 stig, 9 frá­köst og 3 stoðsend­ing­ar. Sara Rún Hinriks­dótt­ir kom næst með 25 stig, 6 frá­köst og 4 stoðsend­ing­ar.

Tinda­stóll 78:90 Kefla­vík opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert