Lögregla vill enga áhorfendur þegar Ísrael kemur

Ísland spilar fyrir luktum dyrum gegn Ísrael.
Ísland spilar fyrir luktum dyrum gegn Ísrael. Ljósmynd/Jon Forberg

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­knatt­leik mun spila lands­leik­ina tvo við Ísra­el í um­spili um sæti á HM í lok árs fyr­ir lukt­um dyr­um. 

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá HSÍ. 

Heims­meist­ara­mótið fer fram í Hollandi og Þýskalandi en um­spils­leik­irn­ir verða dag­ana 9. og 10. apríl hér­lend­is. 

Vegna stríðsins fyr­ir botni Miðjarðar­hafs gerði grein­inga­svið rík­is­lög­reglu­stjóra áhættu­grein­ingu í tengsl­um við leik­ina. 

„Rík­is­lög­reglu­stjóri ráðlegg­ur Hand­knatt­leiks­sam­bandi Íslands að halda fyr­ir­hugaða lands­leiki við Ísra­el fyr­ir lukt­um dyr­um og án þess að aug­lýsa þá. Stjórn HSÍ hef­ur ákveðið að fara að þess­um ráðum rík­is­lög­reglu­stjóra enda hef­ur HSÍ ekki for­send­ur til að ganga gegn þeirri grein­ing­ar­vinnu sem unn­in hef­ur verið af embætt­inu.“ Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu HSÍ. 

Það eru mik­il von­brigði að ekki sé hægt að leika þessa leiki með áhorf­end­um sem eru mik­il­væg­ur þátt­ur í þeim ár­angri sem stelp­urn­ar hafa náð,“ stend­ur jafn­framt í yf­ir­lýs­ing­unni en leik­irn­ir verða sýnd­ir á Rúv2.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert