Vonandi lendum við ekki í þessu aftur

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari á hliðarlínunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arn­ar Pét­urs­son, landsliðsþjálf­ari kvenna í hand­bolta, var sátt­ur með 39:27-stór­sig­ur Íslands gegn Ísra­el í fyrri leik liðanna í um­spili um sæti á loka­móti HM í lok árs á Ásvöll­um í kvöld. Liðin mæt­ast aft­ur á sama stað annað kvöld.

„Þetta var flott. Það var virki­lega gott hvernig þær spiluðu fyrri hálfleik­inn, sér­stak­lega. Ég er mjög ánægður með þær.

Mér leið ágæt­lega nær all­an leik­inn en ég hefði viljað klára seinni hálfleik­inn bet­ur. Heilt yfir er ég samt ánægður,“ sagði Arn­ar við mbl.is eft­ir leik.

Ísra­el byrjaði seinni hálfleik­inn á 4:1-kafla en eft­ir það var aft­ur komið að ís­lenska liðinu, sem vann afar sann­fær­andi sig­ur.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir skýtur að marki Ísraels í kvöld.
Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir skýt­ur að marki Ísra­els í kvöld. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Það var smá værukærð eft­ir hálfleik­inn en þær svara því svo aft­ur og klára leik­inn nokkuð sann­fær­andi. Ég er heilt yfir mjög ánægður með liðið. Þetta eru bún­ar að vera krefj­andi aðstæður, sér­stakt og skrítið. En þær komu all­ar til­bún­ar og vel inn í þetta,“ sagði hann.

Aðstæðurn­ar sem Arn­ar lýsti sem krefj­andi og skrítn­um sneru að mót­mæl­end­um fyr­ir utan Ásvelli sem börðu á dyr keppn­is­sal­ar­ins og trufluðu þannig leik­inn. Var þá brugðið á það ráð að kveikja á tónlist meðan á leik stóð. Þá voru eng­ir áhorf­end­ur leyfðir á leikn­um.

„Þetta var mjög sér­stakt þegar það var verið að berja á hurðarn­ar. Svona verður þetta í þessu ein­vígi og von­andi lend­um við ekki í þessu aft­ur. Þetta fer í reynslu­bank­ann. Það er dap­urt að vera ekki með fólkið okk­ar í stúk­unni á okk­ar heima­velli. Það er erfitt að sætta sig við þetta,“ sagði Arn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 5 5 0 0 163:122 41 10
2 Georgía 5 3 0 2 130:129 1 6
3 Bosnía 5 1 0 4 120:138 -18 2
4 Grikkland 5 1 0 4 121:145 -24 2
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
08.05 13:00 Georgía 29:26 Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 5 5 0 0 163:122 41 10
2 Georgía 5 3 0 2 130:129 1 6
3 Bosnía 5 1 0 4 120:138 -18 2
4 Grikkland 5 1 0 4 121:145 -24 2
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
08.05 13:00 Georgía 29:26 Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert