Ósáttur við að Ísrael fái að vera með

Arnar Pétursson
Arnar Pétursson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­bolta lék báða leiki sína gegn Ísra­el fyr­ir lukt­um dyr­um af fyr­ir­mæl­um rík­is­lög­reglu­stjóra. Arn­ar Pét­urs­son landsliðsþjálf­ari var ekki sátt­ur við það en mót­mælt var fyr­ir utan Ásvelli á meðan á leikj­un­um stóð.

„Það er leiðin­legt að vera á Íslandi og geta ekki spilað fyr­ir fram­an áhorf­end­ur en ég treysti grein­inga­deild lög­regl­unn­ar full­kom­lega fyr­ir þessu. Það er greini­lega eitt­hvað um að vera á bak við tjöld­in sem við erum ekki upp­lýst um.

Það er sorg­legt að geta ekki spilað fyr­ir fram­an okk­ar fólk. Ég virði samt mót­mæl­in. Það er eðli­legt að það sé mót­mælt í lýðræðis­sam­fé­lagi og það séu ekki all­ir sam­mála. Auðvitað þurfa þau mót­mæli að fara fram á friðsæl­an hátt,“ sagði Arn­ar við mbl.is og hélt áfram:

Arnar Pétursson ræðir við sitt lið í kvöld.
Arn­ar Pét­urs­son ræðir við sitt lið í kvöld. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Það er eitt­hvað í þess­um und­ir­bún­ingi sem lög­regl­an mat að væri ekki í lagi. Ég treysti þeim. Fag­mennsk­an yfir leik­ina var mik­il. Hér eru reynd­ir lög­reglu­menn sem hafa stýrt þessu vel.“

En er í lagi að hafa mót­mæl­end­ur í stúk­unni á meðan á leik stend­ur?

„Það hefði ekki þurft að hafa nein áhrif að hér væru mót­mæli í stúk­unni. Það er hluti af því að búa í lýðræðis­sam­fé­lagi en mót­mæl­in þurfa þá að vera inn­an skyn­sam­legra marka. Menn mátu að það væri hætta að yrði ekki raun­in.“

Rut Jónsdóttir og Arnar Pétursson
Rut Jóns­dótt­ir og Arn­ar Pét­urs­son mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Arn­ar viður­kenndi svo að hann sé ósátt­ur við að Ísra­el fái yfir höfuð að vera með í leikj­um sem þess­um. Rússlandi hef­ur t.d. verið meinuð þátt­taka á alþjóðleg­um mót­um í flest­um íþrótt­um.

„Ég er ósátt­ur við það. Mér finnst að alþjóðlega íþrótta­hreyf­ing­in eigi að taka á þessu og að alþjóðasam­fé­lagið ætti að taka á þessu. Mér finnst að ákvörðunin eigi að vera tek­in ann­ars staðar en hjá leik­mönn­um. Ég er ósátt­ur við það,“ sagði Arn­ar.

Ósann­gjörn pressa á leik­mönn­um

Hon­um fannst ósann­gjörn pressa sett á leik­menn, en ein­hverj­ir vildu að ís­lenska liðið myndi sniðganga leik­inn.

„Mjög ósann­gjörn. Hvað hefði það þýtt? Við hefðum fengið ein­hverja refs­ingu, sem er minni­hátt­ar í þessu stóra sam­hengi. Ísra­el hefði þá farið inn á stór­mótið. Við höfðum ekki trú á að ein­hver ann­ar tæki á því.

Sag­an seg­ir að svo sé ekki. Stelp­urn­ar svöruðu þessu á góðan hátt, tóku þetta í sín­ar hend­ur, spiluðu leik­ina vel og komu í veg fyr­ir að Ísra­el sé áfram í keppn­inni. Ég er ánægður og stolt­ur af því.

Þetta er búið að reyna mikið á, ekki bara okk­ur og leik­menn held­ur stjórn­ina. Það er gott að þetta er búið,“ sagði Arn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert