Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék báða leiki sína gegn Ísrael fyrir luktum dyrum af fyrirmælum ríkislögreglustjóra. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari var ekki sáttur við það en mótmælt var fyrir utan Ásvelli á meðan á leikjunum stóð.
„Það er leiðinlegt að vera á Íslandi og geta ekki spilað fyrir framan áhorfendur en ég treysti greiningadeild lögreglunnar fullkomlega fyrir þessu. Það er greinilega eitthvað um að vera á bak við tjöldin sem við erum ekki upplýst um.
Það er sorglegt að geta ekki spilað fyrir framan okkar fólk. Ég virði samt mótmælin. Það er eðlilegt að það sé mótmælt í lýðræðissamfélagi og það séu ekki allir sammála. Auðvitað þurfa þau mótmæli að fara fram á friðsælan hátt,“ sagði Arnar við mbl.is og hélt áfram:
„Það er eitthvað í þessum undirbúningi sem lögreglan mat að væri ekki í lagi. Ég treysti þeim. Fagmennskan yfir leikina var mikil. Hér eru reyndir lögreglumenn sem hafa stýrt þessu vel.“
En er í lagi að hafa mótmælendur í stúkunni á meðan á leik stendur?
„Það hefði ekki þurft að hafa nein áhrif að hér væru mótmæli í stúkunni. Það er hluti af því að búa í lýðræðissamfélagi en mótmælin þurfa þá að vera innan skynsamlegra marka. Menn mátu að það væri hætta að yrði ekki raunin.“
Arnar viðurkenndi svo að hann sé ósáttur við að Ísrael fái yfir höfuð að vera með í leikjum sem þessum. Rússlandi hefur t.d. verið meinuð þátttaka á alþjóðlegum mótum í flestum íþróttum.
„Ég er ósáttur við það. Mér finnst að alþjóðlega íþróttahreyfingin eigi að taka á þessu og að alþjóðasamfélagið ætti að taka á þessu. Mér finnst að ákvörðunin eigi að vera tekin annars staðar en hjá leikmönnum. Ég er ósáttur við það,“ sagði Arnar.
Honum fannst ósanngjörn pressa sett á leikmenn, en einhverjir vildu að íslenska liðið myndi sniðganga leikinn.
„Mjög ósanngjörn. Hvað hefði það þýtt? Við hefðum fengið einhverja refsingu, sem er minniháttar í þessu stóra samhengi. Ísrael hefði þá farið inn á stórmótið. Við höfðum ekki trú á að einhver annar tæki á því.
Sagan segir að svo sé ekki. Stelpurnar svöruðu þessu á góðan hátt, tóku þetta í sínar hendur, spiluðu leikina vel og komu í veg fyrir að Ísrael sé áfram í keppninni. Ég er ánægður og stoltur af því.
Þetta er búið að reyna mikið á, ekki bara okkur og leikmenn heldur stjórnina. Það er gott að þetta er búið,“ sagði Arnar.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:97 | 32 | 8 |
2 | Georgía | 4 | 2 | 0 | 2 | 101:103 | -2 | 4 |
3 | Bosnía | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:104 | -9 | 2 |
4 | Grikkland | 4 | 1 | 0 | 3 | 95:116 | -21 | 2 |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
07.05 18:00 | Bosnía | : | Ísland |
08.05 13:00 | Georgía | : | Grikkland |
11.05 16:00 | Grikkland | : | Bosnía |
11.05 16:00 | Ísland | : | Georgía |