Dagur Gautason átti góðan leik fyrir Montpellier þegar liðið vann stórsigur á Créteil, 38:26, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.
Montpellier er áfram í þriðja sæti deildarinnar, nú með 39 stig, og er aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Parísar SG.
Akureyringurinn Dagur skoraði fimm mörk fyrir Montpellier í kvöld ásamt því að gefa eina stoðsendingu.