Akureyringurinn lét til sín taka

Dagur Gautason og Haukur Þrastarson á landsliðsæfingu.
Dagur Gautason og Haukur Þrastarson á landsliðsæfingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dag­ur Gauta­son átti góðan leik fyr­ir Mont­p­ellier þegar liðið vann stór­sig­ur á Créteil, 38:26, í frönsku 1. deild­inni í hand­knatt­leik í kvöld.

Mont­p­ellier er áfram í þriðja sæti deild­ar­inn­ar, nú með 39 stig, og er aðeins tveim­ur stig­um á eft­ir toppliði Par­ís­ar SG.

Ak­ur­eyr­ing­ur­inn Dag­ur skoraði fimm mörk fyr­ir Mont­p­ellier í kvöld ásamt því að gefa eina stoðsend­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert