Valsmenn unnu ótrúlegan fyrsta leik

Valsarinn Úlfar Páll Monsi Þórðarson skýtur að marki Aftureldingar í …
Valsarinn Úlfar Páll Monsi Þórðarson skýtur að marki Aftureldingar í kvöld. mbl.is/Eyþór

Val­ur tók á móti Aft­ur­eld­ingu í fyrsta leik liðanna í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í hand­bolta og lauk leikn­um með sigri Vals 35:33 eft­ir fram­lengd­an leik. Val­ur er því 1:0 yfir í ein­víg­inu en þrjá sigra þarf til að kom­ast í úr­slita­ein­vígið gegn annað hvort FH eða Fram.

Það var jafnt á öll­um töl­um mest­an hluta fyrri hálfleiks. Aft­ur­eld­ing leiddi þó leik­inn og má kannski segja að Mos­fell­ing­ar hafi verið ör­lítið betra liðið fyrstu 30 mín­út­urn­ar.

Aft­ur­eld­ing náði mest þriggja marka for­skoti í fyrri hálfleik í stöðunni 10:7. Vals­menn gáf­ust aldrei upp enda ekki þeirra stíll. Tókst þeim að jafna leik­inn í stöðunni 12:12 en gest­irn­ir frá Mos­fells­bæ fóru með eins marks for­skot í hálfleik­inn og var staðan 13:12 fyr­ir Aft­ur­eld­ingu.

Það sem munaði kannski mestu á milli liðanna var mjög slæm­ur 10 mín­útna kafli sókn­ar­lega hjá Vals­mönn­um þar sem þeim tókst ekki að skora. Var sókn­ar­leik­ur þeirra kæru­laus þar sem reynd­ar voru furðuleg­ar línu- og hraðaupp­hlaups­send­ing­ar svo eitt­hvað sé nefnt. Það sem bjargaði Vals­mönn­um á þess­um tíma­punkti var Björg­vin Páll Gúst­avs­son og það að leik­menn Aft­ur­eld­ing­ar voru held­ur ekki iðnir við að skora í þess­um kafla leiks­ins.

Vals­menn gátu jafnað leik­inn í fyrstu sókn seinni hálfleiks. Það tókst ekki og náðu Mos­fell­ing­ar tveggja marka for­skoti í stöðunni 14:12. Vals­menn jöfnuðu leik­inn í stöðunni 15:15 og fengu tæki­færi til að kom­ast yfir en það tókst ekki og virt­ist sem Vals­mönn­um ætlaði ekki að tak­ast að ná for­skoti í leikn­um.

Vals­menn jöfnuðu leik­inn aft­ur í stöðunni 18:18 eft­ir að hafa verið tveim­ur mörk­um und­ir. Enn og aft­ur fengu Vals­menn tæki­færi til að kom­ast yfir í stöðunni 18:18 og loks­ins tókst það þegar Kristó­fer Máni Jónas­son skoraði úr hægra horn­inu.

Eft­ir þetta var komið að Aft­ur­eld­ingu að elta í leikn­um. Leik­ur­inn varð ansi hraður og má segja að Vals­menn hafi loks­ins náð að spila sín­ar hröðu upp­spil­an­ir því mörk­in komu á færi­bandi á báða bóga.

Vals­menn náðu tveggja marka for­skoti í fyrsta skipti í leikn­um með hraðaupp­hlaups­marki hjá Úlfari Páli Monsa Þórðar­syni og staðan orðin 24:22 fyr­ir Val. Þá tók Gunn­ar Magnús­son þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar leik­hlé enda ekki staðan sem hann vildi vera í á þess­um tíma­punkti.

Vals­menn náðu þriggja marka for­skoti með marki frá Andra Finns­syni og staðan var 26:23 fyr­ir Val. Í stöðunni 26:24 misstu Vals­menn bolt­ann og fengu Mos­fell­ing­ar víti í kjöl­farið. Vítið varði Björg­vin Páll Gúst­avs­son, gríðarlega mik­il­væg varsla á þess­um tíma­punkti. Vals­menn fóru aft­ur í sókn og freistuðu þess að ná aft­ur þriggja marka for­skoti en Magnús Óli Magnús­son skaut yfir markið.

Aft­ur bjargaði Björg­vin Páll því að Aft­ur­eld­ing minnkaði mun­inn niður í eitt mark með því að verja frá Birgi Steini. Aft­ur fóru Vals­menn í sókn og All­an Norðberg kom Vals­mönn­um aft­ur þrem­ur mörk­um yfir í stöðunni 27:24. Í kjöl­farið tók Gunn­ar Magnús­son sitt þriðja og síðasta leik­hlé enda staðan far­in að vera svört fyr­ir Aft­ur­eld­ingu.

Þetta leik­hlé hef­ur virkað því Mos­fell­ing­ar skoruðu tvö mörk í röð frá Blæ Hinriks­syni og Harra Hall­dórs­syni ásamt því að Ein­ar Bald­vin Bald­vins­son varði skot frá Magnúsi Óla Magnús­syni og mun­ur­inn var eitt mark í stöðunni 27:26.

Bjarni í Sel­vindi kom Vals­mönn­um í 28:26 en Aft­ur­eld­ing var aldrei langt und­an og tókst þeim að minnka mun­inn í 29:28 þegar 28 sek­únd­ur voru eft­ir. Í kjöl­farið fóru Mos­fell­ing­ar í maður á mann og stálu bolt­an­um í þann mund sem Óskar Bjarni var að biðja um leik­hlé og fengu tæki­færi til að jafna leik­inn. Það tókst Aft­ur­eld­ingu þegar Blær Hinriks­son skoraði og staðan 29:29.

Þegar 8 sek­únd­ur voru eft­ir fékk Böðvar Páll Ásgeirs­son 2 mín­útna brott­vís­un og Vals­menn í sókn. Vals­menn tóku ein­falda stimplun og var Kristó­fer Máni gal­op­inn í hægra horn­inu en send­ing­in á hann var ekki nógu góð og misstu Vals­menn bolt­ann. Þurfti því að fram­lengja leik­inn.

Aft­ur­eld­ing byrjaði fram­leng­ing­una og komst strax yfir með marki frá Halli Ara­syni. Vals­menn klikkuðu á næstu tveim­ur sókn­um sín­um og komust Mos­fell­ing­ar tveim­ur mörk­um yfir áður en Vikt­or Sig­urðsson minnkaði mun­inn í eitt mark í stöðunni 31:30 fyr­ir Aft­ur­eld­ingu. Staðan eft­ir fyrri hálfleik fram­leng­ing­ar var 31:30 fyr­ir Aft­ur­eld­ingu.

Vals­menn jöfnuðu leik­inn strax í byrj­un seinni hálfleiks fram­leng­ing­ar með marki frá Bjarna í Sel­vindi. Staðan var 31:31. Björg­vin Páll varði síðan frá Halli Ara­syni. Vals­menn brunuðu í sókn og kom Þor­vald­ur Örn Þor­valds­son Vals­mönn­um yfir í fram­leng­ing­unni með sínu fyrsta marki í leikn­um.

Blær Hinriks­son jafnaði leik­inn fyr­ir Aft­ur­eld­ingu strax í næstu sókn. Ein­ar Bald­vin varði síðan skot Vikt­ors Sig­urðsson­ar og gátu Mos­fell­ing­ar aft­ur náð for­skot­inu í fram­leng­ing­unni þegar 2 mín­út­ur voru eft­ir af henni.

Það tókst ekki og náðu Vals­menn bolt­an­um, brunuðu í hraðaupp­hlaup þar sem Úlfar Páll Monsi skoraði og kom Val 33:32 yfir. Aft­ur­eld­ing skaut í slá strax í næstu sókn og komust Vals­menn tveim­ur mörk­um yfir með marki frá All­an Norðberg. Mos­fell­ing­ar náðu að minnka mun­inn með marki frá Ihor Kopys­hyn­skyi en Bjarni í Sel­vindi kom Val í 35:33 og urðu það loka­töl­ur leiks­ins.

Bjarni í Sel­vindi skoraði 9 mörk fyr­ir Val og varði Björg­vin Páll Gúst­avs­son 14 skot, þar af 2 víta­skot.

Blær Hinriks­son skoraði 8 mörk fyr­ir Aft­ur­eld­ingu og varði Ein­ar Bald­vin Bald­vins­son 15 skot.

Val­ur 35:33 Aft­ur­eld­ing opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert