Vinna leikinn á okkar mistökum

Gunnar Magnússon á hliðarlínunni í kvöld.
Gunnar Magnússon á hliðarlínunni í kvöld. mbl.is/Eyþór

Aft­ur­eld­ing er und­ir í undanúr­slita­ein­vígi sínu gegn Val eft­ir tap á Hlíðar­enda í fram­lengd­um leik í kvöld. Gunn­ar Magnús­son þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar hafði þetta að segja um frammistöðu Aft­ur­eld­ing­ar þegar mbl.is ræddi við hann strax eft­ir leik:

„Ef ég dreg þetta sam­an þá er frammistaðan ekki nógu góð. Sókn­ar­leik­ur­inn inni­hélt rosa­lega slaka kafla. Auðvitað voru góðar sókn­ir inni á milli en ótrú­lega marg­ar slak­ar. Við vor­um bara ekki lík­ir sjálf­um okk­ur. Varn­ar­lega vor­um við góðir fyrstu 40 mín­út­urn­ar en síðan dett­um við niður í seinni hálfleik. En heild­ar­frammistaðan er bara ekki nógu góð og mér finnst við eiga hell­ing inni. Við þurf­um líka bara að gera bet­ur til að vinna Val.“

Aft­ur­eld­ing leiðir leik­inn í 40 mín­út­ur en byrj­ar síðan að elta í seinni hálfleik. Þið náið síðan að knýja fram fram­leng­ingu á ög­ur­stundu. Í fram­leng­ing­unni kom­ist þið í mjög góða stöðu með tveggja marka mun. Síðan dettið þið aft­ur niður.

„Eig­um við ekki bara að segja að síðustu þrjár mín­út­ur fram­leng­ing­ar­inn­ar hafi kór­ónað leik­inn fyr­ir okk­ur með ákvörðun­ar­tök­um, skot­um og fleiru. Við vor­um bara að kljást við það megnið af leikn­um að vera sjálf­um okk­ur verst­ir í þess­um ákv­arðana­tök­um. Þeir vinna bara leik­inn á okk­ar mis­tök­um í lok­in.“

Næsti leik­ur er í Mos­fells­bæ. Hvað þarf til að vinna Val þar?

„Við þurf­um að laga hlaup­in til baka, vera snarp­ari og sneggri til baka. Það er auðvitað erfitt þegar sókn­ar­leik­ur­inn er slak­ur þá not­fær­ir gott lið eins og Val­ur sér það auðvitað. Þetta eru ótrú­lega jöfn lið og góð bæði tvö. Þetta eru ör­fá­ar ákv­arðanir sem skera úr um þetta. Við þurf­um bara betri frammistöðu til að vinna Val og vera miklu skarp­ari í sókn­ar­leikn­um,“ sagði Gunn­ar í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert