„Á mörkum þess að fara að grenja“

Sigurður Bragason er hættur með ÍBV.
Sigurður Bragason er hættur með ÍBV. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Braga­son hef­ur stýrt sín­um síðasta leik með ÍBV en hann bind­ur nú enda á 31 ára fer­il hans hjá ÍBV, sem leikmaður og þjálf­ari. Síðasti leik­ur­inn hans var í dag er Hauk­ar unnu ein­vígið við ÍBV 2:0 og unnu sér um leið sæti í undanúr­slit­um Íslands­móts­ins í hand­knatt­leik kvenna.

Loka­töl­ur í leik dags­ins voru 19:23 en ÍBV leiddi fram­an af áður en Hauk­ar tóku öll völd á vell­in­um í upp­hafi síðari hálfleiks.

„Til­finn­ing­arn­ar eru erfiðar, ég ætla bara al­veg að viður­kenna það, ég er bara á mörk­um þess að fara að grenja, þess vegna ætlaði ég bara að labba hérna út,“ sagði Sig­urður rétt eft­ir að blaðamaður stoppaði hann á leiðinni úr Íþróttamiðstöðinni í Vest­manna­eyj­um þar sem Sig­urður hef­ur eytt mjög mörg­um dög­um síðustu árin.

Er Sig­urður stolt­ur af tíma sín­um hjá ÍBV?

„Gjör­sam­lega, mjög. Þetta eru 31 ár sem ég hef unnið og gefið mig all­an í þetta, alltaf. Að sjálf­sögðu er ég mjög stolt­ur, ég með risa ÍBV hjarta og það hef­ur eng­inn í klúbbn­um unnið eins lengi og ég, svo það sé á hreinu. Að sjálf­sögðu er ég ógeðslega stolt­ur,“ sagði Sig­urður en hann er ekk­ert ósátt­ur með hvernig hann end­ar tíma sinn hjá ÍBV, þrátt fyr­ir erfitt tíma­bil í ár.

„Við byrjuðum svona, fyrsta árið, þá vor­um við að koma upp ung­um stelp­um sem komust inn í A-landsliðið, eins og Harpa og Elísa, við toppuðum síðan með geggjuðu tíma­bili 2023, sem var ógeðslega gam­an. Svo þarf að fara að byggja upp aft­ur eins og lands­byggðaliðin lenda í, þetta var leiðin­legt með Hrafn­hildi Hönnu hjá okk­ur, sem var al­gjör clutch-leikmaður hjá okk­ur, það var vont að missa hana út. Að enda síðan bara með 11 3. flokks stelp­ur, þær eru ógeðslega flott­ar.“

„Maður var orðinn þreytt­ur en það er ógeðslega gam­an að vera með þeim, það eru týp­ur þarna eins og Birna María, Birna Dís, Ásdís, Agnes Lilja og Birna Dögg, týp­ur sem ég fýla í botn og maður hlakkaði til að hitta. Ég hefði ekk­ert viljað enda þetta á ein­hvern ann­an hátt, því við erum ekk­ert með lið til að vera í topp­bar­áttu, það er bara þannig. Ég er stolt­ur af því að enda þetta á því að gefa þeim þenn­an séns.“

Á tíma­bili leit út fyr­ir það að ÍBV myndi falla um deild en það slapp fyr­ir horn og liðið komst í úr­slita­keppn­ina.

„Ég var stressaður fyr­ir því að falla, við töpuðum 10 leikj­um í röð, þá var Marta meidd og Sunna meidd. Þá erum við bara með þess­ar 3. flokks stelp­ur og Birnu Berg sem var flott og var að draga vagn­inn. Að þessu búum við núna, þær eru orðnar ógeðslega flott­ar og þetta var flott hjá þeim, við brotnuðum aldrei. Á þess­um kafla spiluðum við alla leiki góða, nema einn sem var á móti Gróttu heima. Við vor­um yfir á móti Val og dutt­um út úr bik­arn­um í hörku­leik, jafn­tefli við Fram úti, við töpuðum eig­in­lega alltaf í rest­ina því við vor­um ekki með breidd­ina í þetta. Þetta var alls ekk­ert hræðilegt og við vor­um ekki með lið í að gera meira en þetta.“

Hvað tek­ur við hjá Sigga Braga?

„Trill­an hugsa ég, ég veit það ekki al­veg. Ég er til í að vera áfram í ein­hvers kon­ar þjálf­un, ég var alltaf í krakkaþjálf­un en það er und­ir ÍBV komið, þeir ráða því. Það er líka kannski gott að fara aðeins í burtu, í frí aðeins. Þetta er 31 ár og þá er maður aðeins súr og leik­menn súr­ir gagn­vart þér, þá er al­veg eins gott að fara út í eyju, hjálpa Kalla í golf­inu, fara í fót­bolt­ann eða eitt­hvað bara. Ég verð að vera í ein­hverju sporti, al­veg frá því að ég var eins árs þá er það alltaf bara eitt­hvað sport, ég treysti mér ekki al­veg að vera án þess. Ég veit ekk­ert hvað tek­ur við en það verður eitt­hvað skemmti­legt, kannski bara trill­an,“ sagði Sig­urður að lok­um en hann lít­ur sátt­ur yfir tíma sinn hjá ÍBV.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert