Gamla ljósmyndin: Láréttur Þórsari

mbl.is/Guðmundur Svansson.

Íþrótta­deild Morg­un­blaðsins og mbl.is held­ur áfram að gramsa í mynda­safni Morg­un­blaðsins og birta á mbl.is á laug­ar­dög­um. 

Vor er í hand­bolt­an­um á Ak­ur­eyri ef horft er til þess að bæði karlalið Þórs og lið KA/Þ​órs unnu sér sæti í efstu deild Íslands­móts­ins í hand­knatt­leik næsta vet­ur. Sam­eig­in­legt lið er því í efstu deild kvenna og bæði Þór og KA í efstu deild karla næsta vet­ur. 

Hefðin fyr­ir íþrótt­inni er mik­il og góð á Ak­ur­eyri. KA og Þór hafa alið upp ófá­ar hand­bolta­kemp­urn­ar í gegn­um tíðina.

Í safni Morg­un­blaðsins leynd­ist þessi ljós­mynd en ekki er gott að segja til um hvað Þórsar­inn brögðótti Sig­urpáll Árni Aðal­steins­son ætlaði sér í þess­ari sókn gegn Stjörn­unni í íþrótta­höll­inni á Ak­ur­eyri. Mynd­ina tók Guðmund­ur Svans­son fyr­ir Morg­un­blaðið en á að giska er hún tek­in seint á ní­unda ára­tugn­um. Um það leyti varð Stjarn­an tví­veg­is bikar­meist­ari karla í hand­knatt­leik. 

Sig­urpáll Árni var vinstri hornamaður eins og hand­boltaunn­end­ur þekkja og nýtti mark­tæki­fær­in með ólík­ind­um vel. Þarna er hann á lítt kunn­ari slóðum og hef­ur ef til vill leyst inn á línu. Mynd­in er í það minnsta skemmti­leg þar sem Sig­urpáll reyn­ir að gera sér mat úr aðstæðum en er í fang­inu á Garðbæ­ingi sem sést ekki vel á mynd­inni hver er. Er sá á bak við Ein­ar Ein­ars­son leik­mann Stjörn­unn­ar sem fylg­ist vel með gangi mála enda öfl­ug­ur varn­ar­maður á sín­um tíma. 

Þórsar­inn Árni Stef­áns­son fylg­ist for­vit­inn með fram­vind­unni en ekki eru þetta svo sem mestu fang­brögð sem hann varð vitni að á íþrótta­vell­in­um. Sam­herji hans Ólaf­ur Gísli Hilm­ars­son sést fyr­ir aft­an Árna. 

Leikmaður Stjörn­unn­ar Her­mund­ur Sig­munds­son, sem ritað hef­ur pistla í sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins árum sam­an, ,virðist hafa ein­hverj­ar skoðanir á því sem geng­ur á miðað við lát­bragðið. 

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert