Hættir líklega að spila – hefur áhuga á þjálfun

Sunna Jónsdóttir
Sunna Jónsdóttir mbl.is/Hákon Pálsson

Sunna Jóns­dótt­ir, fyr­irliði ÍBV, seg­ir lík­legt að hún hafi spilað sína síðustu leiki í íþrótt­inni. Loka­leik­ur­inn henn­ar var því tap gegn Hauk­um sem kláruðu ein­vígið gegn ÍBV 2:0 og unnu sér um leið sæti í undanúr­slit­um Íslands­móts­ins í hand­knatt­leik kvenna.

„Við erum aðeins á eft­ir þeim á ákveðnum sviðum, það er búið að vera stíg­andi í þessu hjá okk­ur og það var mik­ill létt­ir að enda í úr­slita­keppn­inni eft­ir mjög krefj­andi og erfiðan vet­ur. Við unn­um fyr­ir því og átt­um það al­veg skilið, þetta var herslumun­ur­inn og ákveðnir hlut­ir sem við erum á eft­ir þeim í, þær eru betri en við í dag. Ég vona að þeim gangi vel en við sýnd­um al­veg hvað í okk­ur býr og vor­um vax­andi með hverj­um leikn­um,“ sagði Sunna stuttu eft­ir leik­inn.

ÍBV gaf bikar­meist­ur­um Hauka góða leiki og var Sunna ánægð með spila­mennsk­una í leikj­un­um.

„Við átt­um þær einnig í síðasta deild­ar­leikn­um og erum með mjög ungt lið þó ég sé inni í því enn þá. Þetta hafa verið flott­ir leik­ir þrátt fyr­ir töp en við vor­um að reyna að koma okk­ur í það hug­ar­far að ætla að vinna. Við erum samt sem áður stolt­ar og þetta eru mjög flott­ar, efni­leg­ar og ógeðslega dug­leg­ar stelp­ur sem við eig­um. Þær eru með hug­ar­farið á hár­rétt­um stað og munu búa lengi að þess­um vetri. Ég er ekk­ert endi­lega svekkt þrátt fyr­ir 2:0 tap gegn Hauk­um.“

Sunna byrjaði leik­inn af mikl­um krafti, skoraði þrjú af fyrstu sjö mörk­um ÍBV með fjór­um skot­um og kom liðinu í 7:5 með henn­ar síðasta skoti í leikn­um á 11. mín­útu. Hvað veld­ur því?

„Ég er búin að vera í smá brasi, per­sónu­lega, ég hef verið orku­lít­il og í smá meiðslum og fann að ég átti ekki mikið eft­ir. Ég ætlaði svo­leiðis að vera all-in en sömu­leiðis er maður ekk­ert einn í liðinu. Ég gerði mitt besta en kannski var ork­an far­in eft­ir fyrstu tíu.“

Hvað tek­ur við hjá Sunnu?

„Takk fyr­ir að spyrja að því, það tek­ur við góð pása held ég, aðeins að núllstilla og fá að hugsa aðeins. Ég er hætt í landsliðinu og hætti lík­lega að spila líka, ég er ótrú­lega stolt og þakk­lát, það er mik­ill heiður að hafa verið í þessu svona lengi og geta hætt á sín­um for­send­um. Hjá ÍBV hef­ur þetta verið ótrú­legt,“ sagði Sunna en hún hugs­ar hlý­lega til ákvörðun­ar­inn­ar að flytja til Vest­manna­eyja og skipta í ÍBV.

„Ég fann ein­hverja svona gleði, kraft og ástríðu fyr­ir þessu aft­ur þegar ég kom hingað. Því­líkt drauma­líf að ala hérna upp barn og spila hand­bolta fyr­ir þetta fólk og vera með í öllu. Það er ótrú­lega mik­il ástríða og samstaða, þetta hef­ur verið lær­dóms­ríkt, við unn­um titla og það stend­ur upp úr að hafa siglt þessu heim, það var draum­ur­inn þegar ég skrifaði und­ir. Allt fólkið sem maður hef­ur kynnst, ég er mjög þakk­lát og stolt. Ég mun aldrei sjá eft­ir því að hafa flutt hingað, þetta er ótrú­leg­ur staður og það er erfitt að lýsa því.“

Kem­ur Sunna til í að vera eitt­hvað í kring­um hand­bolta áfram ef ferl­in­um er lokið sem leikmaður?

„Já, ég ef­ast ekk­ert um það, ég hef áhuga á þjálf­un og hand­bolti hef­ur verið mitt líf og yndi alla tíð. Hvað sem verður þá hafa all­ir gott af smá pásu, ég frá bolt­an­um og bolt­inn frá mér, en þetta verður alltaf ein­hvers staðar. Strák­ur­inn minn er bolta­sjúk­ur þannig þetta fer ekk­ert langt.“

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 5 5 0 0 163:122 41 10
2 Georgía 5 3 0 2 130:129 1 6
3 Bosnía 5 1 0 4 120:138 -18 2
4 Grikkland 5 1 0 4 121:145 -24 2
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 5 5 0 0 163:122 41 10
2 Georgía 5 3 0 2 130:129 1 6
3 Bosnía 5 1 0 4 120:138 -18 2
4 Grikkland 5 1 0 4 121:145 -24 2
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert