Barcelona vann fyrri leikinn

Janus Daði Smárason í leik með Pick Szeged.
Janus Daði Smárason í leik með Pick Szeged. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Landsliðsmaður­inn Jan­us Daði Smára­son og fé­lag­ar í ung­verska liðinu Pick Sze­ged máttu þola tap gegn Barcelona á heima­velli, 27:24, í fyrri leik liðanna í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar­inn­ar í hand­bolta í kvöld.

Jan­us Daði skoraði eitt mark og gaf eina stoðsend­ingu fyr­ir Pick Sze­ged. Frakk­inn Dika Mem fór á kost­um í liði Barcelona en hann skoraði níu mörk.

Ant­on Gylfi Páls­son og Jón­as Elías­son dæmdu leik­inn í Sze­ged.

 

Seinni leik­ur liðanna fer fram eft­ir viku í Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert