Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason og félagar í ungverska liðinu Pick Szeged máttu þola tap gegn Barcelona á heimavelli, 27:24, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta í kvöld.
Janus Daði skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu fyrir Pick Szeged. Frakkinn Dika Mem fór á kostum í liði Barcelona en hann skoraði níu mörk.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn í Szeged.
Seinni leikur liðanna fer fram eftir viku í Barcelona.