Reglurnar virðast öðruvísi hjá FH en okkur

Einar Jónsson á hliðarlínunni í kvöld.
Einar Jónsson á hliðarlínunni í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ein­ar Jóns­son þjálf­ari karlaliðs Fram í hand­bolta var ekki í góðu skapi þegar hann ræddi við mbl.is í kvöld, enda ný­bú­inn að sjá liðið sitt fá skell á móti FH, 36:20, í þriðja leik liðanna í undanúr­slit­um Íslands­móts­ins.

Staðan í ein­víg­inu er enn 2:1 fyr­ir Fram, en liðið missti af tæki­færi til að kom­ast í úr­slit­in í kvöld.

„Ég vil ekki segja hvað ég var að hugsa um að segja. FH-ing­ar voru miklu betri og við átt­um eng­in svör. Við vor­um lamd­ir út úr þess­um leik. Á köfl­um var þetta ekki hand­bolti en það eru ákveðnir menn sem leyfa þetta. Regl­urn­ar virðast vera öðru­vísi hjá FH en hjá okk­ur.

Það er leiðin­legt. Þetta þarf að vera sann­gjarnt. Þetta var líka svona í síðasta leik. Við náðum að bjarga því en við átt­um ekki séns í kvöld. Við þurft­um að spila eins og heims­meist­ar­ar til að vinna þenn­an leik en við vor­um mjög langt frá því. Við vor­um ógeðslega lé­leg­ir í dag,“ sagði Ein­ar.

Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Fannst hon­um FH-ing­arn­ir þá svona gróf­ir?

„Þeir eru gróf­ir og ekki gróf­ir. Þegar við erum rekn­ir út af fyr­ir brot, þarf að gera það hinum meg­in fyr­ir eins brot líka. Það var ekki í þess­um leik og ekki í síðasta leik. Þegar það eru dæmd skref á okk­ur á að dæma skref hinum meg­in líka.

Eina sem ég bið um er að þetta sé sann­gjarnt og það sé dæmt eins báðum meg­in. Við ger­um all­ir mis­tök og ég líka en þetta þarf að vera eins báðum meg­in. Það er óþolandi. Aðal­atriðið er samt það að FH spilaði frá­bær­lega í kvöld og við vor­um öm­ur­leg­ir,“ sagði hann.

En hvernig fór Fram að því að vinna fyrstu tvo leik­ina en fá svo stór­an skell í kvöld?

„Við höf­um verið svona í vet­ur. Við höf­um átt frá­bæra leiki og kom­ist á skrið en svo höf­um við dottið niður á mjög lágt plan inn á milli. Sem bet­ur fer hef­ur það bara verið einn og einn leik­ur og við þurf­um að rífa okk­ur aft­ur upp. Við för­um yfir þenn­an leik í höfðinu á okk­ur. Það er al­veg eins gott að tapa með 20 mörk­um eins og með einu.

Ég er hrika­lega ánægður með okk­ur. Við erum að spila á móti frá­bæru liði og ég veit ekki við hverju menn voru að bú­ast. Við erum á góðu róli. Við ríf­um okk­ur í gang og verðum drullu­flott­ir í næsta leik,“ sagði Ein­ar.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert