Einar Örn Sindrason átti flottan leik fyrir FH er liðið valtaði yfir Fram, 36:20, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Staðan í einvíginu er nú 2:1, Fram í vil.
„Það var meiri barátta í okkur núna. Við vorum með bakið upp við vegg og við þurftum að sækja sigur. Það tókst og ég er mjög ánægður,“ sagði Einar en FH hefði farið í sumarfrí með tapi í kvöld.
„Við byrjuðum þetta mjög sterkt og maður fann að það voru allir klárir. Við spiluðum flottan handbolta á móti góðu liði. Þegar þú nærð svona góðum takti þá verður þú að halda áfram og við gerðum það.
Við töluðum saman eftir leik tvö og töluðum saman um þetta helsta hjá Frömurum. Við þéttum raðirnar og ákváðum að keyra á þá í dag. Það tókst,“ sagði hann.
Stemningin í Kaplakrika var með besta móti í kvöld. „Það er magnað. Við erum með helling af fólki sem syngur og trallar allan leikinn. Það ýtir í bakið á okkur til að gera betur.“
Fjórði leikur einvígisins fer fram á sunnudag í Úlfarsárdal og þá fær FH tækifæri til að jafna metin, annars fer liðið í sumarfrí.
„Þeir spila vel í Úlfarsárdal og við verðum að mæta enn betur til leiks þá,“ sagði Einar.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |