Betra en að hafa Aron á annarri löppinni

Aron Pálmarsson verður ekki með í næstu landsleikjum vegna meiðsla.
Aron Pálmarsson verður ekki með í næstu landsleikjum vegna meiðsla. mbl.is/Eyþór

Elliði Snær Viðars­son og Aron Pálm­ars­son verða ekki með ís­lenska landsliðinu í hand­bolta er liðið mæt­ir Bosn­íu á úti­velli og Georgíu á heima­velli í undan­keppni Evr­ópu­móts­ins sem fram fer í byrj­un næsta árs. Eru þeir báðir að glíma við meiðsli.

„Elliði hef­ur ekk­ert spilað með Gum­mers­bach síðustu vik­ur. Hann meidd­ist fljót­lega eft­ir síðasta landsliðsverk­efni. Hann verður ekki klár og þá er fínt að fá Arn­ar aft­ur inn og leyfa hon­um að fá mín­út­urn­ar sem Elliði hefði ann­ars fengið,“ sagði Snorri Steinn Guðjóns­son landsliðsþjálf­ari í sam­tali við mbl.is.

Aron spilaði síðasta leik með Veszprém, þrátt fyr­ir að vera að glíma við meiðsli.

„Hjá Aroni var þetta betri lend­ing en að fá hann í þetta verk­efni á ann­arri löpp­inni. Við þurf­um ekki að spara hann þá eða pæla í hon­um. Hann er ekki 100 pró­sent heill heilsu og hefði þurft að tjasla sig sam­an fyr­ir þessa leiki.

Þegar hóp­ur­inn er þetta heill er það óþarfi. Mér fannst meira skyn­sam­legt að hann myndi ein­beita sér að þess­um leikj­um sem eft­ir eru með Veszprém og reyna að ná sér 100 pró­sent heil­um. Hann hef­ur sýnt það að hann er rúm­lega gjald­geng­ur í þetta lið og við þurf­um á hon­um að halda,“ út­skýrði Snorri.

Arn­ar Freyr Arn­ars­son er í hópn­um, þrátt fyr­ir að hann hafi ekki leikið með Melsungen í und­an­förn­um leikj­um. Bak­slag kom í bata Arn­ars, þar sem hann fór of snemma af stað vegna meiðsla sem hann varð fyr­ir í lands­leik í byrj­un árs.

„Það var ekki nægi­lega vel gert hjá sjúkrat­eym­inu úti. Hann fór of snemma af stað og það bitnaði á hon­um. Hann verður von­andi með í næsta leik Melsungen og ef ekki þá gegn Bi­da­soa á þriðju­dag­inn. Ég veit hvernig hann er bú­inn að æfa og hvernig standið á hon­um er. Það er gott og mik­il­vægt að fá hann inn í þenn­an hóp, sér­stak­lega því Elliði er meidd­ur,“ sagði Snorri.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert