Einar: Alltaf sömu helvítis frasarnir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ein­ar Jóns­son, þjálf­ari Fram, var ekki ánægður með það sem hon­um þótti vera mis­ræmi í dómgæsl­unni þegar liðið tapaði fyr­ir FH, 36:20, í þriðja leik liðanna í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í hand­knatt­leik.

    Í sam­tali við mbl.is eft­ir leik­inn í gær­kvöldi sagði Ein­ar að svo virt­ist sem regl­urn­ar væru öðru­vísi hjá FH en Fram. Í viðtali í sjón­varpsþætt­in­um Hand­bolta­kvöldi, sem eru sýnd­ir á Hand­boltapass­an­um hjá Sím­an­um, hafði hann svipaða sögu að segja.

    „Maður þarf að fá að vita hvar lín­an ligg­ur í þessu. Menn segja þá bara að við vor­um eins og smákrakk­ar og þeir eins og full­orðnir menn og eitt­hvað svona bla bla bla. Þetta eru alltaf sömu hel­vít­is fras­arn­ir,“ sagði Ein­ar meðal ann­ars.

    Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr Hand­bolta­kvöldi í sam­starfi við Sím­ann.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert