This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki ánægður með það sem honum þótti vera misræmi í dómgæslunni þegar liðið tapaði fyrir FH, 36:20, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik.
Í samtali við mbl.is eftir leikinn í gærkvöldi sagði Einar að svo virtist sem reglurnar væru öðruvísi hjá FH en Fram. Í viðtali í sjónvarpsþættinum Handboltakvöldi, sem eru sýndir á Handboltapassanum hjá Símanum, hafði hann svipaða sögu að segja.
„Maður þarf að fá að vita hvar línan liggur í þessu. Menn segja þá bara að við vorum eins og smákrakkar og þeir eins og fullorðnir menn og eitthvað svona bla bla bla. Þetta eru alltaf sömu helvítis frasarnir,“ sagði Einar meðal annars.
Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr Handboltakvöldi í samstarfi við Símann.