Erum kannski furðulegasta dýrið

Óskar Bjarni á hliðarlínunni í kvöld.
Óskar Bjarni á hliðarlínunni í kvöld. mbl.is/Karítas

Óskar Bjarni Óskars­son þjálf­ari Vals var að von­um ánægður með sig­ur á Aft­ur­eld­ingu í þriðja leik liðanna í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í hand­bolta í kvöld. Val­ur er 2:1 yfir í ein­víg­inu og get­ur með sigri í næsta leik liðanna á mánu­dag tryggt sér sæti í úr­slita­ein­vígi gegn annaðhvort FH eða Fram. Spurður út í leik­inn í kvöld sagði Óskar þetta:

„Þetta var geggjaður sig­ur. Við vor­um okk­ur ekki til sóma í síðasta leik gegn þeim og þá meina ég það ekki af því við töpuðum fyr­ir Aft­ur­eld­ingu sem er al­gjör­lega frá­bært lið, held­ur út af því hvernig við mætt­um í þann leik og vor­um hálf­stemmn­ings­laus­ir og með furðulega orku. En það ger­ist stund­um.

Í kvöld var annað uppi á teng­ing­un­um og við vor­um al­gjör­lega mætt­ir til leiks en kannski sjálf­um okk­ur verst­ir, sér­stak­lega í fyrri hálfleik. Við vor­um kannski aðeins of æst­ir í að vinna þenn­an leik þannig að það bitnaði smá á gæðunum þegar kom að því að klára fær­in í fyrri hálfleik. Þannig að það vantaði svo­lítið upp á hjá okk­ur í fyrri hálfleik sókn­ar­lega.

Liðsmenn Vals fagna í leikslok.
Liðsmenn Vals fagna í leiks­lok. mbl.is/​Karítas

Varn­ar­lega vor­um við að mestu flott­ir og sér­stak­lega í stöðunni 12:9 þá bara vor­um við mætt­ir. Aft­ur­eld­ing er hörkulið með frá­bær­an þjálf­ara þannig að það var vitað að þetta yrði svaka­leg rimma. En það var betra að fara inn í hálfleik í stöðunni 16:12 und­ir en 16:10 eins og síðast.

Seinni hálfleik­ur var síðan rosa­leg­ur og bauð upp á allt sem hand­bolti get­ur boðið upp á. Bara frá­bær leik­ur myndi ég segja.“

Ein­hverj­ir myndu segja að sig­ur Vals­manna stafi fyrst og fremst af því að Aft­ur­eld­ing miss­ir lyk­il­leik­mann af velli í fyrri hálfleik, Birgi Stein Jóns­son. Ertu sam­mála því?

„Það var leiðin­legt að missa hann af velli. Við vilj­um hafa alla inni á vell­in­um. En, já, klár­lega hef­ur það haft mikið að segja fyr­ir þá. Hann og Blær eru lyk­il­skytt­ur fyr­ir Aft­ur­eld­ingu þannig auðvitað hef­ur þetta áhrif. En svona ger­ist í úr­slita­keppn­inni. Það eru öll lið að díla við eitt­hvað. Það vant­ar 3-4 í lið Fram og FH er án Jó­hann­es­ar Bergs, við erum án Ísaks og Al­ex­and­ers Petter­son. Þetta er svona í úr­slita­keppni.“

Nú er það samt tryggt að odda­leik­ur­inn mun fara fram á Hlíðar­enda en Val­ur get­ur samt sem áður tryggt sér far­seðil­inn í úr­slita­ein­vígið með sigri í Mos­fells­bæ á mánu­dag. Sérðu það fyr­ir þér?

„Já, en það er tvennt sem við þurf­um að taka út úr þess­um leik. Í fyrsta lagi að vera með þessa gleði, orku og vera til staðar á vell­in­um. Án þess þá eig­um við ekki séns.

Í öðru lagi þurf­um við að bæta ör­litl­um gæðum við bæði varn­ar- og sókn­ar­leik­inn. Frá­bært er að vera svona vel stemmd­ir og til í þetta en við meg­um ekki gleyma að vanda okk­ur.“

Nú spyr ég um nýt­ingu á fær­um. Ein­ar Bald­vin ver 11 skot í fyrri hálfleik og 2 skot í seinni. Hvað veld­ur því að hann er ekki að klukka jafn mikið af bolt­um frá Vals­mönn­um í seinni hálfleik?

„Ég held að til­finn­ing­in í fyrri hálfleik hafi verið smá eins og við vær­um 2:1 und­ir af því við skömmuðumst okk­ar fyr­ir frammistöðuna í síðasta leik. Síðan ef eitt­hvað klikk­ar þá fara menn að hiksta og vera óör­ugg­ir. Síðan þegar menn slaka á og anda smá í hálfleik og við för­um yfir það að Ein­ar Bald­vin er frá­bær markvörður og það þarf að vanda sig á móti hon­um þá kannski verða menn slak­ari í þessu.

Við erum van­ir þessu. Við för­um oft illa með dauðafæri en náum samt að vinna. Við erum dá­lítið óút­reikn­an­leg­ir og erum kannski furðuleg­asta dýrið í þess­um undanúr­slit­um.“

Ísak Gúst­afs­son er á skýrslu í kvöld en spil­ar ekk­ert. Mun hann fá mín­út­ur í næsta leik?

„Agn­ar Smári, Vikt­or og Bjarni voru góðir þess­ar síðustu 20 mín­út­ur. Planið var að prófa hann í seinni hálfleik en sem bet­ur fer þurfti það ekki. Þetta er bæði ökli og hné hjá hon­um þannig hann þarf sem mesta hvíld. Hann mun ör­ugg­lega fá mín­út­ur í næsta leik en hinir þurfa samt að klára þetta. Hann er ekki orðinn nógu góður. Hann er samt sig­ur­veg­ari og vill koma inn á og taka þátt í þessu,“ sagði Óskar Bjarni í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert