Nú er öll þjóðin að fylgjast með

Jón Halldórsson tók við af Guðmundi B. Ólafssyni.
Jón Halldórsson tók við af Guðmundi B. Ólafssyni. Ljósmynd/HSÍ

„Þess­ar fyrstu vik­ur eru bún­ar að vera frá­bær­ar, skemmti­leg­ar og krefj­andi,“ sagði Jón Hall­dórs­son formaður HSÍ í sam­tali við mbl.is. Jón tók við Guðmundi B. Ólafs­syni sem formaður í byrj­un mánaðar og kann vel við sig á nýj­um vett­vangi.

„Maður byrjaði á þess­um krefj­andi leikj­um hjá kvenna­landsliðinu á móti Ísra­el og það gekk vel. Það er saga sem er búið að fjalla mikið um. Fyrsta vik­an fór í það. Síðan erum við búin að vera á fleygi­ferð að koma okk­ar áherslu­efn­um af stað.

Við erum búin að setja fjár­hags- og markaðsnefnd­ir af stað og virkja landsliðsnefnd­ina okk­ar. Það eru fullt af hlut­um sem voru vel gerðir áður, sem við erum að fín­pússa og setja okk­ar hand­bragð á þetta,“ sagði hann.

Jón var lengi formaður hand­knatt­leiks­deild­ar Vals og er nú tek­inn við hjá HSÍ. Hver er mun­ur­inn á þeim embætt­um?

Jón Halldórsson var formaður Vals þegar Valur varð Evrópubikarmeistari á …
Jón Hall­dórs­son var formaður Vals þegar Val­ur varð Evr­ópu­bikar­meist­ari á síðasta ári. mbl.is/​Jó­hann Ingi

„Fyrsti mun­ur­inn er sá að ég er að byrja í ein­hverju nýju hjá HSÍ og það er fullt af hlut­um sem maður þarf að koma inn í. Ég er bú­inn að vera hjá Val alla mína hunda- og kattatíð og þekki það kerfi eins og lóf­ann á mér. Ég er mikið að læra núna og nýti reynsl­una sem er Ró­berti, Gulla, Óla og Hebba á skrif­stof­unni.

Maður er ekki leng­ur bara með Vals­sam­fé­lagið að fylgj­ast með þér held­ur alla þjóðina. Það end­ur­spegl­ast í alls kon­ar skila­boðum sem maður fær. Á sama tíma er þetta mjög skemmti­legt,“ sagði hann.

Fjár­hags­staða HSÍ var ekki góð þegar Jón tók við. Það er eitt stærsta verk­efnið af mög­um sem þarf að ráðast í.

„Eitt af stærstu verk­efn­un­um er hliðin sem snýr að fjár­hagn­um. Við þurf­um að skipu­leggja hvernig við ætl­um að vinna okk­ur út úr því. Það er ekki eitt­hvað sem við klár­um á einu ári. Við erum líka að halda áfram þeirri vinnu sem fór af stað áður en við tók­um við sem kem­ur að af­reks­starf­inu okk­ar.

Við verðum með hand­boltaþing 3. maí þar sem við köll­um sam­an 3-4 aðila úr hverju fé­lagi og eig­um opið sam­tal um allt sem við vilj­um bæta. Ég vil fá alla þessa hluti á yf­ir­borðið svo við get­um búið til aðgerðaráætl­un til að laga það sem þarf að laga,“ sagði Jón.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert