Reynir Þór Stefánsson úr Fram er nýliði í landsliðshópnum í handknattleik sem Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti núna í hádeginu fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni EM 2025, gegn Bosníu og Georgíu.
Leikið er í Bosníu 7. maí og í Laugardalshöllinni 11. maí en Ísland hefur þegar tryggt sér sæti á Evrópumótinu. Ísland hefur unnið alla sína fjóra leiki og er með átta stig en Georgía er með fjögur stig, Bosnía og Grikkland tvö stig hvort og hin þrjú liðin eru því í hörðum slag um að komast á EM.
Snorri valdi ekki hornamennina reyndu Bjarka Má Elísson og Sigvalda Björn Guðjónsson og þeir Aron Pálmarsson og Elliði Snær Viðarsson eru ekki með vegna meiðsla.
Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson snúa aftur eftir að hafa misst af HM í janúar og leikjunum við Grikki í mars og þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson, Viggó Kristjánsson, Elvar Örn Jónsson og Viktor Gísli Hallgrímsson sem ekki spiluðu gegn Grikkjum eru allir með á ný.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Val
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock
Ísak Steinsson, Drammen
Hornamenn:
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting
Stiven Tobar Valencia, Benfica
Línumenn/varnarmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia
Ýmir Örn Gíslason, Göppingen
Skyttur:
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg
Elvar Örn Jónsson, Melsungen
Viggó Kristjánsson, Erlangen
Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto
Andri Már Rúnarsson, Leipzig
Miðjumenn:
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg
Janus Daði Smárason, Pick Szeged
Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest
Reynir Þór Stefánsson, Fram