Reynir í landsliðið – reyndir leikmenn ekki valdir

Reynir Þór Stefánsson hefur leikið mjög vel með Fram í …
Reynir Þór Stefánsson hefur leikið mjög vel með Fram í vetur og er verðlaunaður með landsliðssæti. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Reyn­ir Þór Stef­áns­son úr Fram er nýliði í landsliðshópn­um í hand­knatt­leik sem Snorri Steinn Guðjóns­son til­kynnti núna í há­deg­inu fyr­ir síðustu tvo leik­ina í undan­keppni EM 2025, gegn Bosn­íu og Georgíu. 

Leikið er í Bosn­íu 7. maí og í Laug­ar­dals­höll­inni 11. maí en Ísland hef­ur þegar tryggt sér sæti á Evr­ópu­mót­inu. Ísland hef­ur unnið alla sína fjóra leiki og er með átta stig en Georgía er með fjög­ur stig, Bosn­ía og Grikk­land tvö stig hvort og hin þrjú liðin eru því í hörðum slag um að kom­ast á EM.

Snorri valdi ekki horna­menn­ina reyndu Bjarka Má Elís­son og Sig­valda Björn Guðjóns­son og þeir Aron Pálm­ars­son og Elliði Snær Viðars­son eru ekki með vegna meiðsla.

Ómar Ingi Magnús­son og Arn­ar Freyr Arn­ars­son snúa aft­ur eft­ir að hafa misst af HM í janú­ar og leikj­un­um við Grikki í mars og þeir Gísli Þor­geir Kristjáns­son, Viggó Kristjáns­son, Elv­ar Örn Jóns­son og Vikt­or Gísli Hall­gríms­son sem ekki spiluðu gegn Grikkj­um eru all­ir með á ný.

Hóp­ur­inn er þannig skipaður:

Markverðir:
Björg­vin Páll Gúst­avs­son, Val
Vikt­or Gísli Hall­gríms­son, Wisla Plock
Ísak Steins­son, Drammen

Horna­menn:
Óðinn Þór Rík­h­arðsson, Kadetten
Orri Freyr Þorkels­son, Sport­ing
Sti­ven Tob­ar Valencia, Ben­fica

Línu­menn/​varn­ar­menn:
Arn­ar Freyr Arn­ars­son, Melsungen
Ein­ar Þor­steinn Ólafs­son, Fredericia
Ýmir Örn Gísla­son, Göpp­ingen

Skytt­ur:
Ómar Ingi Magnús­son, Mag­deburg
Elv­ar Örn Jóns­son, Melsungen
Viggó Kristjáns­son, Erlangen
Kristján Örn Kristjáns­son, Skand­er­borg
Þor­steinn Leó Gunn­ars­son, Porto
Andri Már Rún­ars­son, Leipzig

Miðju­menn:
Gísli Þor­geir Kristjáns­son, Mag­deburg
Jan­us Daði Smára­son, Pick Sze­ged
Hauk­ur Þrast­ar­son, Dinamo Búkarest
Reyn­ir Þór Stef­áns­son, Fram

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert