Snorri Steinn: Einhver ára yfir Reyni

Reynir Þór Stefánsson er í landsliðshópnum í fyrsta skipti.
Reynir Þór Stefánsson er í landsliðshópnum í fyrsta skipti. mbl.is/Ólafur Árdal

Reyn­ir Þór Stef­áns­son leikmaður Fram er í landsliðshópn­um sem mæt­ir Bosn­íu á úti­velli og Georgíu á heima­velli í næsta mánuði. Er hann í hópn­um í fyrsta skipti og er landsliðsþjálf­ar­inn Snorri Steinn Guðjóns­son hrif­inn af leik­mann­in­um unga.

„Ég hef alltaf verið hrif­inn af hon­um. Hann er mjög heil­steypt­ur leikmaður. Það er ein­hver ára yfir hon­um sem mér finnst heill­andi. Hann er góður í hand­bolta, klók­ur, með mik­inn leikskiln­ing og góður skot­maður. Hann er framtíðarmaður.

Ef við gleym­um leikn­um í gær þá finnst mér hann vera sá leikmaður sem ger­ir ungt Framlið eitt af fjór­um bestu liðum lands­ins. Það er heill­andi, virðing­ar­vert og vel gert. Þetta er hluti af því að verðlauna hann og Fram í leiðinni. Mér finnst hann eiga skilið að vera í liðinu.

Við vilj­um líka stækka hóp­inn og leyfa mönn­um að kynn­ast þessu um­hverfi og sjá hvernig hann stend­ur sig á æf­ing­um með þess­um gaur­um,“ sagði Snorri Steinn um Reyni við mbl.is.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert