Valur í forystu eftir dramatík

Bjarni í Selvindi skorar í kvöld.
Bjarni í Selvindi skorar í kvöld. mbl.is/Karítas

Val­ur tók á móti Aft­ur­eld­ingu í þriðja leik liðanna í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í hand­bolta og lauk leikn­um með sigri Vals 30:29. Val­ur er því yfir í ein­víg­inu og get­ur tryggt sér sæti í úr­slita­ein­vígi gegn FH eða Fram með sigri í næsta leik sem er á mánu­dag í Mos­fells­bæ.

Jafnt var á með liðunum fyrstu 15 mín­út­ur leiks­ins og varð mun­ur­inn aldrei meiri en 2 mörk fram að því. Skipt­ust liðin á að kom­ast yfir og var ekki hægt að sjá neinn getumun á liðunum.

Þegar líða tók á fyrri hálfleik sigu Mos­fell­ing­ar fram úr Vals­mönn­um og byggðu upp ágæt­is for­skot. Það má því helst þakka frá­bær­um markvörsl­um Ein­ars Bald­vins Bald­vins­son­ar sem varði 11 skot í fyrri hálfleik, þar af eitt víta­skot. Fimm af vörsl­um hans í fyrri hálfleik má flokka sem al­gjör dauðafæri.

Blær Hinriksson úr Aftureldingu með boltann í kvöld.
Blær Hinriks­son úr Aft­ur­eld­ingu með bolt­ann í kvöld. mbl.is/​Karítas

Aft­ur­eld­ing náði 5 marka for­skoti í 15:10 og 16:11. Þegar inn­an við mín­úta var eft­ir af fyrri hálfleik var Birgi Steini Jóns­syni vikið af velli með rautt spjald fyr­ir brot á Ró­berti Aroni Hostert. Blóðtaka fyr­ir Aft­ur­eld­ingu. 

Vals­mönn­um tókst að skora í sinni síðustu sókn og minnka mun­inn í 4 mörk í stöðunni 16:12 sem reynd­ust vera hálfleikstöl­ur.

Úlfar Páll Monsi Þórðar­son skoraði 4 mörk, þar af eitt úr víti í fyrri hálfleik og varði Björg­vin Páll Gúst­avs­son 6 skot. 

Birg­ir Steinn Jóns­son skoraði 5 mörk í fyrri hálfleik fyr­ir Aft­ur­eld­ingu og varði Ein­ar Bald­vin Bald­vins­son 11 skot eins og áður seg­ir.

Björgvin Páll Gústavsson í marki Vals fagnar.
Björg­vin Páll Gúst­avs­son í marki Vals fagn­ar. mbl.is/​Karítas

Vals­menn hófu seinni hálfleik­inn á að minnka mun­inn í þrjú mörk. Aft­ur­eld­ing náði að skora og auka for­skotið í fimm mörk í stöðunni 20:15. Þá kom frá­bær kafli hjá Vals­mönn­um sem endaði þannig að Val­ur jafnaði í stöðunni 21:21 og komst yfir í stöðunni 23:22.

Ljóst var að mikið myndi mæða á Blæ Hinriks­syni eft­ir að Birg­ir Steinn fékk rautt spjald. Það vissu Vals­menn og miðuðu að því að koma hon­um í þröng skot­færi.

Aft­ur­eld­ingu tókst að jafna leik­inn í 23:23 og síðan fékk Blær Hinriks­son víta­skot sem hann tók sjálf­ur. Hann skoraði úr vít­inu og kom Aft­ur­eld­ingu aft­ur yfir. Vals­menn jöfnuðu strax úr víta­skoti sömu­leiðis.

Þá kom frá­bær kafli hjá Aft­ur­eld­ingu sem færði þeim tveggja marka for­skot í stöðunni 26:24 og 8 mín­út­ur voru eft­ir af leikn­um. Það dugði ekki til því Vals­menn jöfnuðu leik­inn og komust yfir í stöðunni 27:26 þegar 5 mín­út­ur voru eft­ir og spenn­an í leikn­um á suðupunkti.

Vals­menn náðu tveggja marka for­skoti í stöðunni 29:27 en Blær Hinriks­son minnkaði strax mun­inn og 1:30 var eft­ir af leikn­um. Aft­ur­eld­ing jafnaði leik­inn þegar rétt um mín­úta var eft­ir af leikn­um en Vals­menn komust yfir með marki frá Kristó­fer Mána Jónas­syni þegar 22 sek­únd­ur voru eft­ir.

Aft­ur­eld­ingu tókst ekki að skora úr sinni loka­sókn og fór aukakast þeirra þegar leiktím­inn var liðinn í varn­ar­vegg Vals.

Úlfar Páll Monsi Þórðar­son skoraði 11 mörk, þar af 4 úr vít­um. Björg­vin Páll Gúst­avs­son varði 11 skot.

Blær Hinriks­son skoraði 10 mörk, þar af 3 úr vít­um, og varði Ein­ar Bald­vin Bald­vins­son 13 skot, þar af eitt víta­skot.

Val­ur 30:29 Aft­ur­eld­ing opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert